Nýjar myndir af Þór

  • S5000670

Mánudagur 14. mars 2011

Varðskipið Þór, sem hefur legið við bryggju í bænum Talcuahano í Chile, er óskemmt eftir að þrjár flóðbylgjur gengu yfir svæðið aðfaranótt laugardags. Á dýparmæli skipsins kom fram að sjávarborðið lækkaði um 3 metra rólega en  hækkaði síðan aftur um 3 + 3 metra á nokkrum sekúndum.

Óttast var að skipið gæti orðið fyrir skemmdum við flóðbylgjuna og var það því dregið út í flóann sem liggur að bænum,  engar skemmdir urðu á skipinu. Bryggjan sem skipið lá við fór hinsvegar alveg á kaf.

Myndirnar eru teknar af Þór þar sem hann liggur við akkeri á Concepcion flóanum þegar flóðið varð

S5000666

S5000669
S5000670