TF-LÍF kölluð út vegna vélsleðaslyss á Fjarðarheiði

Miðvikudagur 23. mars 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:33 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð á Fjarðarheiði við Vestdalsvatn. Upplýst var að björgunarsveitarmenn væru á leið á slysstaðinn með lækni. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:05 og var flogið beint á slysstað þar sem lent var um kl. 19:35. Var hinn slasaði fluttur með snjóbíl að þyrlunni sem síðan flaug með hann á Egilstaðaflugvöll þar sem lent var kl. 20:11. Beið þar sjúkraflugvél Mýflugs sem flutti hinn slasaða á  sjúkrahús.