Sjóræningjaskip halda uppteknum hætti á Reykjaneshrygg

Mánudagur 17. apríl 2006.

Meðfylgjandi eru mynd tók Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á varðskipi Landhelgisgæslunnar í fyrradag af sjóræningjaskipinu Dolphin (kallmerki 4LEQ) þar sem skipið var að ólöglegum karfaveiðum við 200 sjómílna mörkin á Reykjaneshrygg.

Samkvæmt upplýsingum frá skipherra varðskipsins, Halldóri Nellett, var skipstjóranum tilkynnt að hann væri að ólöglegum veiðum á fiskveiðistjórnunarsvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) og að gerðar yrðu viðeigandi ráðstafanir vegna þess.

Alls eru nú 6 sjóræningjaskip við ólöglegar karfaveiðar (IUU veiðar - illegal, unregulated, unreported fishing á NEAFC svæði) rétt utan við  200 sjómílna efnahagslögsögu Íslands.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Sjóræningjaskipið Dolphin.