Fundur European Patrol Network haldinn í Reykjavík

  • IMG_3322

Miðvikudagur 30. mars 2011

Nú stendur yfir á Grand hótel fundur European Patrol Network sem haldinn er í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands. Fundinn sitja fulltrúar Evrópuþjóða og alþjóðlegra samtaka sem koma að landamæraeftirliti á sjó og landi. Landhelgisgæslu Íslands var falið að skipuleggja fundinn ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

IMG_3319
Fundurinn hófst á þriðjudag með ávarpi Þórunnar Hafstein, skrifstofustjóra  skrifstofu almannaöryggis í innanríkisráðuneytinu. Var að því loknu flutt skýrsla Hr. Georgios Vourekas sem er yfirmaður þess sviðs sem fer með löggæslu og eftirlitsmál á hafsvæðum Frontex, þ.e. hafsvæði þjóða sem eru aðilar að Evrópusambandinu og Schengen.

IMG_3312

Á fundinum eru rædd ýmis mál á sviði löggæslu og landamæraeftirlits á sjó og landi, má þar nefna smygl eiturlyfja, viðbrögð við straumi ólöglegra innflytjenda svo og viðbrögð við árásum sjóræningja. Einnig flutti fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á fundinum, Fr. Alexia Taveau erindi um tengsl skipulagðrar glæpastarfsemi við smygl ólöglegra innflytjenda og hvernig Sameinuðu þjóðirnar hafa með ýmsum hætti komið að slíkum málum. Fundinum lýkur á fimmtudag með heimsókn fundargesta í stjórnstöð og varðskip Landhelgisgæslunnar.

IMG_3322
IMG_3314
IMG_3310