Aníta Líf komin til hafnar

  • AnitaLif9

Fimmtudagur 31. mars 2011

Baldur, sjómælinga- og eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar ásamt Fjölva, pramma Köfunarþjónustunnar komu til Reykjavíkur síðdegis með fiskibátinn Anítu Lif sem sökk norður af Akurey á laugardag. Með í för voru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafélags. Björgunaraðgerðir stóðu yfir frá því snemma i morgun.

Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu niður að bátnum á 30 metra dýpi og könnuðu ástand hans og umhverfi áður en settar voru festingar í bátinn og hann hífður upp af hafsbotni með krana sem er á Fjölva.  Var hann dregin af prammanum til Reykjavíkurhafnar þar sem sjó var dælt úr bátnum og hann síðan hífður á vörubílspall. Framundan er frekari rannsókn málsins.



AnitaLif1

Undirbúningur fyrir köfun. Jónas Þorvaldsson, aðstoðar Marvin Ingólfsson,
Teitur Gunnarsson klár.

AnitaLif2

AnitaLif3

AnitaLif3-1
Farið af stað í köfun á rúmlega 30 metra dýpi, baujan sýnir staðsetningu
bátsins. Óðinn, harðbotna bátur LHG á vaktinni.

AnitaLif4
Fylgst með köfun í gegnum linsu myndavélar. 

AnitaLif5

Ástand bátsins skoðað áður en settar voru festingar og hann hífður upp

AnitaLif6
Fjölvi, prammi Köfunarþjónustunnar hífir bátinn upp

AnitaLif7

Við komuna til Reykjavíkur var Aníta Líf hífð upp á yfirborðið

AnitaLif8

AnitaLif9
Sjó dælt úr bátnum.

AnitaLif0

Aníta Líf komin á vörubílspall

Myndir HBS