Strandveiðar hefjast af fullum krafti

Þriðjudagur 3. maí 2011

Mikið annríki er nú hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar  vegna strandveiðanna sem hófust á miðnætti 2. maí. Á tímabilinu frá kl. 0400-0700 tilkynntu 350 bátar sig úr höfn en klukkan 12 á hádegi voru samtals 825 skip á sjó sem er um tvöfalt fleiri íslensk skip en að jafnaði eru á sjó í einu. Varðstjórar Landhelgisgæslunnar fylgjast með umferðinni, svara fyrirspurnum og taka á móti tilkynningum um ferðir flotans en þetta er þriðja sumarið sam frjálsar handfæraveiðar eru leyfðar yfir sumartímann.

Landhelgisgæslan hvetur sjómenn til að fara vel yfir búnað og fara ekki á sjó nema bátar séu í lagi.

Á heimasíðu Fiskistofu segir að heimilt er að veiða alls sex þúsund tonn af botnfiski á landinu öllu og er aflanum skipt milli mánaða frá maí til ágústloka. Veiðisvæðin umhverfis landið eru fjögur talsins.

Sækja þarf sérstaklega um strandveiðileyfi til þess að taka þátt í veiðunum og falla þá öll önnur veiðileyfi niður til loka fiskveiðiársins.

Nánar á heimasíðu Fiskistofu www.fiskistofa.is

 

Meginmál