Þyrla LHG sækir slasaðan vélsleðamann á Skjaldbreið

Laugardagur 7. maí 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:09 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi sækja mann sem slasaðist á vélsleða á Skjaldbreid. Fór TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið frá Reykjavík kl. 18:52 og var lent við slysstað kl. 19:12. Var sjúklingur undirbúinn fyrir flutning með þyrlunni sem fór að nýju í loftið kl. 19:28 og lenti við Landspítalann í Fossvogi tuttugu mínútum síðar eða kl. 19:48.