Líf komin í gagnið á ný

Miðvikudagur 12. apríl 2006.

Stærri björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, Líf, er komin í gagnið á ný eftir svokallaða 3000 tíma skoðun sem hefur tekið nokkrar vikur.

Vélin var prufukeyrð í morgun og lögðu flugvirkjar Landhelgisgæslunnar síðustu hönd á verkið eftir hádegið.

Sjá meðfylgjandi myndir frá flugdeild Landhelgisgæslunnar.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.