TF-GNA fann þýskan ferðamann

Miðvikudagur 25. maí 2011

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, í samstarfi við björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar,  fann kl. 18:05 þýskan ferðamann sem leitað hefur verið að í dag. Fór þyrlan á leitarsvæðið eftir ábendingar björgunarsveita og fannst maðurinn við Háöldur sem eru austan við Hofsjökul. Var maðurinn í ágætu ástandi en orðinn svangur og þreyttur. Er þyrlan nú á leiðinni til Reykjavíkur og er áætlað að lenda við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 19:00.