Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

  • IMG_2729

 Sunnudagur 5. júní 2011

 Í tilefni sjómannadagsins var í morgun minnst látinna sjómanna við minningaröldurnar í  Fossvogskirkjugarði. Áhöfn norska varðskipsins Sortland stóð heiðursvörð ásamt starfsmönnum Landhelgisgæslunnar , einnig var lagður krans til minningar um þá sjómenn sem hafa farist á sjó.

Viðstaddir voru Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Þórunn J. Hafstein, innanríkisráðuneytinu, yfirmenn Sortland, fulltrúar sjómannadagsráðs, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra sem koma að sjóbjörgunarmálum hér á landi. Frá Landhelgisgæslunni mættu Georg Kr. Lárusson, forstjóri, Ásgrímur L. Ásgrímsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs og yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, Gylfi Geirsson, verkefnisstjóri og Svanhildur Sverrisdóttir  starfsmannastjóri og fleiri.

IMG_2752b
Hópmynd af áhöfn norska varðskipsins Sortland með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í minningarathöfninni.

IMG_2722
Krans til minningar um sjómenn sem hafa farist á hafi

IMG_2719
Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, skipherra Sortland,
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Ögmundur Jónasson,
innanríkisráðherra.

 IMG_2714


IMG_2725

Að lokinni minningarathöfn var haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar en þaðan var gengið í fylkingu til sjómannamessu Dómkirkjunnar.

FylkingIMG_0540

 FylkingIMG_0539

 

 

 

 

 

            Fánaberara:

 

                        Þjóðfánar: 

                       

Hreinn Vídalín

Oddur Halldórsson

 

Stjörnufáni:

 

Rafn Sigurðsson

 

            Lestur ritninga:

 

Hreinn Vídalín

Oddur Halldórsson