Æfingar þyrluáhafna með slökkvifötu

  • slokkt_i_husi1

Miðvikudagur 15. júní 2011

Nú standa yfir reglulegar æfingar þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar með slökkvifötubúnaði (bambi bucket) sem hengdur er neðan í þyrluna TF-LÍF. M.a. fóru fram æfingar við Skorradalsvatn sl. föstudag og í gær við Kleifarvatn. Einnig var nýlega æfing með Brunavörnum Suðurnesja þar sem slökkt var í æfingahúsnæði slökkviliðsmanna.

Hafa æfingar gengið vel en búnaðurinn er m.a. ætlaður til að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast, má þar nefna sumarbústaðasvæði og sinuelda.

Slökkvifatan var keypt í kjölfar Mýraeldanna vorið 2006. Er fatan hengd  neðan í þyrluna, henni dýft í vatn eða sjó og þannig fyllt. Fatan er síðan tæmd með því að rafknúinn loki í botni hennar er opnaður og  vatnið gusast út. Hámarksburðargeta skjólunnar er um 2100 lítrar en hægt er að minnka og auka vatnsmagnið í fjórum þrepum frá tæplega 1500 lítrum upp í fyrrnefnda 2100 lítra.

Myndir úr safni LHG, frá æfingu með slökkviliði Borgarbyggðar.

Slokkviskjola_TFLIF

slokkt_i_husi2