Svipast um eftir hvítabjörnum

  • GNA3_BaldurSveins

Miðvikudagur 15. júní 2011

Í vikunni fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA til gæslu og eftirlits um norðvestan og vestanvert landið. Var flugið auk þess nýtt til leitar að hvítabjörnum á Ströndum og var svæðið leitað frá Drangsnesi að Ísafjarðardjúpi. Þoku og súldarloft var á svæðinu og því ekki hægt að fljúga upp með fjöllum. Sáust engin ummerki um ísbirni á svæðinu.