TF-LÍF bjargar mönnum í sjálfheldu

  • Lif1

Þriðjudagur 21. júní 2011

Þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var að undirbúast fyrir æfingaflug kl. 16:06 í dag barst aðstoðarbeiðni til stjórnstöðvar vegna tveggja manna í sjálfheldu við Þverfellshorn í Esju.

TF-LÍF fór í loftið kl. 16:20. Eftir smá leit sáust mennirnir á klettasyllu um 1,3km
austan við Þverfellshorn. Samkvæmt upplýsingum þyrluáhafnar var mikið af lausu grjóti fyrir ofan mennina og var því sigmanni þyrlunnar fyrst slakað niður til hliðar við þá og síðan færður að þeim. Voru þeir síðan hífðir upp í tveimur ferðum með sigmanni.

Mennirnir voru orðnir svangir,kaldir og þreyttir enda illa búnir og nestislausir, annars í góðu ásigkomulagi. Var síðan haldið á Reykjavíkurflugvöll þar sem mennirnir fengu hressingu fyrir heimferðina.

Meginmál