Bisgogniero kynnti sér víðtæk verkefni LHG

  • Bisognero_heimsokn

Föstudagur 1. júlí 2011

Claudio Bisgogniero, varaframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins heimsótti í gær starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Tilefni heimsóknarinnar var að kynna sér almennt viðtæk verkefni Landhelgisgæslunnar og ræða margvíslegt samstarf Landhelgisgæslunnar innan NATO þ.m.t.; öryggismál í norðurhöfum, leit og björgun, gistiríkjastuðninginn,  mannvirkjasjóðsverkefnin, viðbúnaðaræfingar og rekstur stjórn-, upplýsinga- og eftirlitskerfa NATO hér á landi sem nú eru rekin af Landhelgisgæslu Íslands í samvinnu við stofnanir NATO og bandalagsþjóðirnar. Að fundahöldum loknum fór Bisgogniero í kynnisferð um svæðið, heimsótti Víkingaheima og Bláa Lónið.