Varðskipið Ægir bjargar flóttamönnum

  • 31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(13)

Sunnudagur 31. júlí 2011

Varðskipið Ægir bjargaði á laugardag 58 flóttamönnum sem skildir höfðu verið eftir í gilskorningi á Radopos skaga á Krít. Í hópnum voru 30 karlmenn,  16 konur, þar af 2 ófrískar og 12 börn allt niður í ársgömul.

Að sögn áhafnar varðskipsins var ástand fólksins gott miðað við aðstæður. Mjög erfitt hefði verið að bjarga fólkinu með öðrum hætti og voru aðstæður orðnar erfiðar í lok aðgerðarinnar vegna versnandi sjólags. Tókst björgunin mjög vel og var fólkið flutt til Souda á Krít. Fréttir af björguninni má m.a. sjá hér; http://soudaport.pblogs.gr/ 

Áætlað er að varðskipið Ægir sinni landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins út október mánuð.

Nánari upplýsingar af björguninni eru veittar af Frontex – landamærastofnun Evrópusambandsins.

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(2)

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(3)

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(5)

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(11)

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(10)
31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(12)
31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(15)
31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(16)
31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(14)

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(18)

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(17)
31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(13)