Þyrla LHG í útkall til Vestmannaeyja

Þriðjudagur 30. ágúst 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:50 beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum um útkall þyrlu vegna veikrar konu í Vestmannaeyjum. Vegna slæmra veðurskilyrða liggur almennt flug niðri til Vestmannaeyja en vonast var til að þyrlan myndi ná að sæta lagi og lenda. Fór þyrlan frá Reykjavík kl. 15:30 og lenti þyrlan á Eiðinu í Vestmannaeyjum kl. 16:07. Farið var að nýju í loftið með sjúklinginn kl. 16:33 og er reiknað með að lenda á Reykjavíkurflugvelli um kl. 17:00.