Bátur vélarvana í miðjum Seyðisfirði

Föstudagur 16. september 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 06:16 neyðarkall á rás 16 frá vélarvana  skipi sem leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Fjórir menn voru um borð og sögðu þeir dælur bátsins hafa vel undan.  Ágætt veður var á svæðinu.

Landhelgisgæslan hafði samstundis samband við sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu og fóru harðbotnabjörgunarbátar frá Seyðisfirði og Norðfirði, auk björgunarskipsins Hafbjargar frá Norðfirði  til aðstoðar. Báturinn var dreginn til Seyðirfjarðar þar sem komið var til hafnar kl. 08:15.