Fallbyssukúla frá seinni heimstyrjöldinni fannst í malbikunarstöð

Föstudagur 16. september 2011

Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér. Þeir höfðu samband við Landhelgisgæsluna sem sendi sprengjusveitina  tafarlaust á vettvang. Við skoðun hennar kom í ljós að um var að ræða gegnheila 76mm stálkúlu frá seinni heimstyrjöldinni. Að öllum líkindum kemur falbyssukúlan af botni Faxaflóa. Á kúlunni fannst fosfór sem er mjög skaðlegt og hættulegt efni ef það kemst í snertingu við líkamann.

Oft getur verið erfitt að greina hvort kúlur innhalda kveikibúnað eða einhverskonar efnahleðslu þar sem slíkt sést sjaldan á yfirborðinu. Notar sprengjusveit Landhelgisgæslunnar því röntgenvél til að ganga úr skugga um að hvorki kveikibúnaður né hleðsla sé til staðar.

Mjög hættulegt er að meðhöndla hluti sem þessa því ef þeim finnst hleðsla eða kveikibúnaður,  geta þeir sprungið við minnsta hnjask. Því brýnir Landhelgisgæslan fyrir fólki að ef það finnur hluti sem þessa á alls ekki að hreyfa við þeim heldur hafa strax samband við lögregluna eða Landhelgisgæsluna.

taema-335
Röntgenmynd tekin af stálkúlunni