Yfirmaður Bandarísku strandgæslunnar í heimsókn

Miðvikudagur 29. mars 2006.

Í fréttatilkynningu frá bandaríska sendiráðinu var greint frá fundi sem haldinn var í tilefni af komu yfirmanns bandarísku strandgæslunnar til Íslands. Þar segir:

Yfirmaður bandarísku landhelgisgæslunnar, Thomas H. Collins aðmíráll, heimsótti Ísland þann 28. mars til að funda með Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar.  Stefán Eiríksson skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og aðrir íslenskir aðilar ræddu möguleikann á nánari samvinnu á milli Landhelgisgæslu Íslands annars vegar og bandarísku landhelgisgæslunnar hins vegar.

Fundurinn er sá þriðji á milli Collins og Georgs Lárussonar síðan í mars 2005. Tilgangurinn er að reyna að styrkja viðbúnað þessara tveggja bandamanna gegn hryðjuverkum og smygli.  Ásamt, samvinnu í þjálfun og björgun. 

Fulltrúar Bandaríkjanna á fundinum voru sendiherra Bandaríkjanna, Carol van Voorst, aðrir sendiráðsstarfsmenn, yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Craig Croxton ofursti, sem og Phillip Gibbons ofursti.  Fyrir Íslands hönd voru Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Stefán Eiríksson skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Bjarni Vestmann staðgengill skrifstofustjóra á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Ásgrími Ásgrímssyni, yfirmanni Vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni.


Mynd varnarliðið / Carol van Voorst sendiherra Bandaríkjanna, Thomas H. Collins aðmíráll, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar og Georg Kr. Lárusson forstjóri.