Hafís út af Vestfjörðum

Miðvikudagur 28. september 2011

Margar tilkynningar hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni um hafís út af Vestfjörðum.  Borgarísjakar og íshröngl hafa sést á siglingaleiðum og getur sjófarendum stafað hætta af þeim. Í eftirlitsflugi TF-GNA kl. 20:22 í gærkvöldi var komið að íshröngli og einum stökum ísjaka milli 65-57.8n 023-50.6w og 65-57.2n 023-48.5w, næst um 1 sjómílu frá landi. Ísjakarnir geta verið hættulegir sjófarendum þar sem farið er að brotna úr þeim, en brotin sjást illa í ratsjám.