Þór siglir á miðnætti inn í Panamaskurð

  • 2008_2fjul_2f27_2fpanama_canal1

Fimmtudagur 6. október 2011

Áætlað er að varðskipið Þór fari um Panamaskurð á bilinu frá klukkan tólf á miðnætti í kvöld til klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. Þar sem klukkan í Panama er fimm tímum á eftir íslenskum tíma vonumst við til að enn verði birta þegar Þór fer í skurðinn kl. 19:00 að þarlendum tíma.

Hægt er að fylgjast með skipum sem fara um Panamaskurð á vefmyndavélum, t.d. hér. http://www.pancanal.com/eng/photo/camera-java.html?cam=Miraflores 

Thor_Chile

Upplýsingar um Panamaskurð á Wikipedia.org

 Uppl. m.a. fengnar frá Panama-hugleiðingar og upplifanir gesta í Panamalandi;

Panamaskurður hefur verið í notkun síðan 1914, hefur hann lítið breyst á þessum tæplega hundrað árum. Tæknin er hin sama, skipunum er lyft um 26 metra í þremur áföngum. Engar dælur eru notaðar, aðeins vatnsafl. Skipin leggja af stað á morgnana frá sitt hvorum enda, mætast á miðri leið og sigla svo út hinum megin 8-9 tímum síðar. Rúmlega 40 stór skip fara um skurðinn á daginn en af öryggisástæðum fara aðeins smærri skip um skurðinn á næturnar.

Þegar skipi hefur verið siglt inn í fyrsta skipahólfið og hliðinu lokað, er vatni hleypt frá næsta hólfi. Þegar vatnsyfirborðið er orðið jafn hátt báðum megin er næsta hlið opnað og skipið siglir í gegn. Hverju skipi er þannig lyft þrisvar sinnum bæði þegar það siglir inn og út úr skurðinum. Það fara 100 milljón lítrar af vatni í hvert skipti sem hleypt er í skipahólf.

Myndir Unnþór Torfason yfirvélstjóri Þór og
http://www.maritime-executive.com