Annríki á Faxagarði vegna varðskipanna

  • IMG_5658

Föstudagur 18. nóvember 2011

Varðskipið Týr kom til Reykjavíkur í dag eftir að hafa verið í leiguverkefnum fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins, CFCA síðastliðna sex mánuði. Varðskipið Ægir er nýkomið heim eftir að hafa verið í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins og varðskipið Þór undirbýr nú brottför frá Reykjavík þar sem skipið heldur til eftirlits- og löggæslu á Íslandsmiðum. Einnig mun varðskipið heimsækja hafnir á landsbyggðinni þar sem það verður opið til sýnis. Hafa nú um 14.500 manns skoðað varðskipið Þór frá því að það kom til Íslands 26. október síðastliðinn.

Áætlað er að varðskipið Týr fari í slipp fljótlega eftir heimkomuna en skipið hefur sl. sex mánuði verið í fiskveiðieftirliti á Miðjarðarhafi, í Síldarsmugunni og á Flæmska hattinum ( Nýfundnalandi). Varðskipið Ægir var, eins og komið hefur fram, í verkefnum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins þar sem varðskipið tók þátt í fjöldamörgum björgunaraðgerðum þar sem samtals 495 flóttamönnum var bjargað um borð og fluttir til hafnar með Ægi eða öðrum björgunarskipum á svæðinu, þar af voru 272 í alvarlegum lífsháska.

18112011_TYRahofn

Mynd af áhöfn Týs við komuna til Reykjavíkur . Mynd Jón Páll Ásgeirsson


Hér má sjá myndir sem Þorgeir Baldursson tók í brælu á Flæmska hattinum.
Myndband verður sett inn síðar. Nánar a síðu Þorgeirs Baldurssonar http://thorgeirbald.123.is/

IMG_3022

IMG_3024
IMG_3026

IMG_3023