Fiskibátur strandar í Fáskrúðsfirði

  • Hafdis

Mánudagur 21. nóvember 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:50 aðstoðarbeiðni frá 4 tonna fiskibát sem var strandaður í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Samstundis voru kallaðar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi auk þess sem haft var samband við nærstödd skip og báta. Skömmu síðar tilkynnti skipstjóri bátsins að hann hefði losnað af strandstað og gat siglt fyrir eigin vélarafli.

Hafdís, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Fáskrúðsfirði kom fljótlega að bátnum og var þá öllu hættuástandi aflýst. Fylgir Hafdís nú bátnum til hafnar á Fáskrúðsfirði.

Mynd af Hafdísi, bát SL á Fáskrúðsfirði.
http://hoffellsu80.123.is/blog/record/459021/