Heimildarmynd um þyrlusveit LHG frumsýnd á netinu

  • Sif úrin afhent

Föstudagur 6. janúar 2012

Nýverið var frumsýnd á netinu heimildarmyndin Útkall Alpha sem fjallar um þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands. Hugmynd að myndinni kviknaði árið 2006 í spjalli Garðars Garðarssonar, nema í kvikmyndagerð/framleiðanda og Walters Ehrat þyrluflugmanns og fyrrv. flugrekstrarstjóra LHG um þyrlukost Landhelgisgæslunnar og afleiðingar þess fyrir sjómenn ef ekki er þyrla til taks, einnig  viðbragðstíma áhafnameðlima þegar um ALFA útköll er að ræða.

Lögð var inn beiðni til Landhelgisgæslunnar um framleiðslu myndarinnar sem unnin var með stuðningi frá Stúdíó List. Veturinn 2010 fékkst leyfið og hófst þá vettvangsvinna og tilraunatökur. Í mars 2011 hófust tökur fyrir alvöru og lauk þeim í nóvember sl. Æfingar þyrlusveitar voru nýttar fyrir upptökur myndarinnar.

Heimildarmyndin kom út þann 22. desember sl. og er hún 24 mínútur að lengd. Myndina má sjá frítt hér