Unnið að greiningu vélbúnaðar

  • Lífið um borð í Þór

Föstudagur 13. janúar 2011

Í desember fóru fram mælingar á vélbúnaði, vegna ábyrgðar varðskipsins Þórs, kom þá í ljós titringur á annarri aðalvél skipsins.  Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem er Rolls Royce í Noregi,  að sendir yrðu fulltrúar þeirra til þess að kanna hver orsökin gæti verið, enda leggur Landhelgisgæslan á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru 18 mánuðir.

Fulltrúar Rolls Royce töldu líklegt að um galla í eldsneytiskerfi væri að ræða og hafin var leit að mögulegum orsökum þess og er sú greining enn í gangi. Er vinna þessi alfarið á ábyrgð framleiðanda vélanna, Rolls Royce í Noregi og mun Landhelgisgæslan ekki bera neinn kostnað af framkvæmdum þessum.

ÞorIMG_0188
Varðskipið Þór á siglingu við Austfirði. Mynd Brynhildur Bjartmars.

Mynd úr vélarrúmi Árni Sæberg.