Landhelgisgæslan/Sjómælingar Íslands gefa út rafræn sjókort í fyrsta sinn

Föstudagur 3. mars 2006.

Fyrir um hálfu ári var greint frá því að Landhelgisgæslan / Sjómælingar Íslands hafi samið við Bresku sjómælingarnar (UKHO) um dreifingu á rafrænum sjókortum ENC (Electronic Navigationl Chart) í gegnum dóttur fyrirtæki þeirra, IC-ENC. Nú um áramótin kom svo út fyrsta ENC kortið og annað er rétt ókomið. Kortin sem um ræðir eru rafrænar útgáfur af sjókortum nr. 31 og 81.

ENC kort eru vigur kort (vector kort) á S57 formi, sem er alþjóðlegur staðall. Rasta-  og vigurkort hafa verið á markaðnum um nokkurn tíma. Umrædd ENC kort eru fyrstu „löglegu“ tölvukortin sem geta koma í stað hefðbundinna pappírskorta um borð í skipum, svo fremi sem þau eru notuð í ECDIS, rafrænu sjókorta- og upplýsingakerfi.

 

ECDIS (Electronic Chart Display & Information System) er í raun landupplýsingakerfi (e. GIS) þar sem skipstjórnarmenn geta valið upplýsingar sem birtast. Þær geta verið aðrar en kortin, s.s. upplýsingar frá radar, GPS, veður, skipaumferð (AIS) o.fl. Aðrar gerðir af rafrænum sjókortakerfum, ekki ECDIS, eru kallaðar ECS (Electronic Chart System) og koma ekki í stað pappírskorta um borð í skipum.

 

Stefnt er að því að öll yfirsiglingakort (1:300 000) verði komin á rafrænt form innan árs. Að því búnu verður innsiglingin til Reykjvíkur tekin fyrir.

 

IC-ENC (www.ic-enc.org) sér um yfirferð og dreifingu ENC korta fyrir Sjómælingar Íslands í gegnum valda söluaðila (http://www.ic-enc.org/page_vars.asp). Athugið að kortin fást ekki hjá Sjómælingum Íslands.

ENC kortaskrá Alþjóða sjómælingastofnuninnar (IHO) má finna hér: http://services.ecc.as/ihocc/public.

 

Níels Bjarki Finsen
verkefnisstjóri rafrænna sjókorta
hjá Landhelgisgæslu Íslands.

 


Huti af rafrænu sjókorti af suðvesturhorni landsins. Kort nr. IS00031.

 

Samsett tvö rafræn sjókort fyrir Suðurland. Kort nr. IS00031 og IS00081.