TF GNA kölluð út í sjúkraflug til Vestmannaeyja

  • GNA3_BaldurSveins

Miðvikudagur 8. febrúar 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:15 í gærkvöldi beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna barns sem var alvarlega veikt í Vestmannaeyjum. Vegna slæmra veðurskilyrða var ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Vestmannaeyjum.

Farið var í loftið kl. 21:46, flogið yfir Kleifarvatn, út yfir Krýsuvík og þaðað beint á flugvöllinn í Vestmannaeyjum þar sem lent var kl. 22:25. Var barnið flutt um borð í þyrluna í fylgd móður sinnar. Farið var að nýju í loftið sjö mínútum síðar og flogið beint til Reykjavíkur. Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 23:19 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti mæðginin á Barnaspítala Hringsins.

Veður: SV 30-40 hnútar og stöku él.