Framkvæmdir við Þór á áætlun

  • thor_harstad

Þriðjudagur 28. febrúar 2012

Samkvæmt upplýsingum frá Noregi eru framkvæmdir við varðskipið Þór á áætlun. Í vikunni verður lokið við að fjarlægja stjórnborðs aðalvél varðskipsins og verður skipið þá flutt í Bergen Group Shipyard þar sem hefst vinna við að koma fyrir nýrri aðalvél.

Eins og áður hefur komið fram gerir verkáætlun Rolls Royce ráð fyrir að skipið verði tilbúið til afhendingar að nýju eftir vélaskipti, prófanir og úttektir flokkunarfélags þann 2. apríl nk.  

thor_harstad

Hér sést Þór, hið glæsilega flaggskip Landhelgisgæslunnar við hlið systurskipsins Harstad, skips norsku strandgæslunnar

Thor_harstad_2