Þór afhentur í byrjun apríl

  • 2012-02-05-Thor-c

Samkvæmt upplýsingum frá Noregi eru viðgerðir Rolls Royce framleiðanda véla varðskipsins Þórs á áætlun. Gert er ráð fyrir að skipið verða tilbúið til afhendingar að nýju eftir vélaskipti, prófanir og úttektir flokkunarfélags í byrjun apríl. Að viðgerð lokinni heldur skipið strax til verkefna.

Vinna þessi er alfarið á ábyrgð framleiðanda vélanna, Rolls Royce og mun Landhelgisgæslan ekki bera neinn kostnað af framkvæmdunum.  Ábyrgðartími véla og skips lengist sem nemur framkvæmdartíma vegna þessa.

Áætlanir Landhelgisgæslunnar gera ráð fyrir einu varðskipi á Íslandsmiðum árið 2012 og hefur varðskipið Ægir verið við eftirlit og löggæslu í fjarveru Þórs.