Þyrla LHG sækir veikan sjómann

  • GNA2

Þriðjudagur 1. maí 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í morgun veikan sjómann um borð í fiskiskip sem staðsett var við Grímsey. Þyrlan var kölluð út kl. 06:07 eftir að skipstjóri ræddi við þyrlulækni sem mat að nauðsynlegt væri að sækja sjúkling um borð í skipið. TF-GNA þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 07:06 og var flogið beint á staðinn þar sem maðurinn var hífður um borð í þyrluna. Haldið var frá skipinu kl. 11:33 og lent við Landspítalann í Fossvogi um kl. 13:15.