Sjómenn minntir á að hlusta á rás 16

  • Smabatar

Fimmtudagur 3. maí 2012

Nú  eru um 820 skip og bátar í ferilvöktun hjá Landhelgisgæslunni og vilja varðstjórar í stjórnstöð minna sjómenn á að hlusta á rás 16 sem er neyðar- og uppkallsrás og þeim ber skylda til að hafa opna þegar þeir eru á sjó. Mörg tilfelli hafa komið upp síðastliðinn sólarhring þar sem erfitt hefur verið að ná í þá sem eru að strandveiðum en rásin er mjög mikilvæg í öryggismálum sjómanna.

Allnokkur atvik hafa komið upp þar sem nærstaddir bátar hafa verið kallaðir til aðstoðar og er ánægjulegt að í mörgum tilfellum virðast bátarnir halda hópinn og eykur það til muna öryggi þeirra.

Mynd Fiskifréttir