TF-LÍF sækir veikan sjómann

  • GNA3_BaldurSveins

Miðvikudagur 23. maí 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 08:35 í morgun með veikan sjómann af bát sem var staddur um fjörtíu sjómílur austur af Hornafirði. Hafði skipstjóri samband við Landhelgisgæsluna kl. 03:15 og fór þyrlan í loftið kl. 03:49.

Komið var að bátnum kl. 06:00 og seig sigmaður niður í bátinn með börur og undirbjó manninn fyrir flutning, voru þeir síðan hífðir um borð í þyrluna. Flogið var af staðnum kl. 06:19 og lent sem fyrr segir við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 08:35 þar sem sjúkrabíll beið og flutti sjúkling á Landspítala.