Slasaður sjómaður sóttur um borð í norskan togara

  • Thyrla_stjornklefi

Sunnudagur 3. júní 2012

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning um slasaðan sjómann um borð í norskum togara sem staddur var á Reykjaneshrygg eða 220 sjómílur úti fyrir landinu. Ákveðið var að skipið myndi sigla á móti þyrlunni sem fór í loftið kl. 17:27 og mætti skipinu um kl. 19:00 þegar það var um 145 sjómílur suður af Reykjanesi. Sigmaður og læknir sigu niður í skipið og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning, var hann síðan hífður um borð í þyrluna. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli  kl. 20:30 þar sem sjúkrabíll beið og flutti manninn á sjúkrahús.

Myndirnar voru teknar af Óskari Óskarssyni, spilmanni/flugvirkja í þyrlu LHG

04062012_Norskurtogari287-(1)
04062012_Norskurtogari287-(3)

04062012_Norskurtogari287-(5)