Þyrla LHG kölluð til leitar á Skeiðarárjökli

  • Jokull_thyrlaLHG

Þriðjudagur 5. júní 2012 kl. 14:40

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:34 neyðarboð frá gerfihnattaneyðarsendi með staðsetningu á austanverðum Skeiðarárjökli. Hafist var handa við að fá nánari staðfestingu á boðunum m.a. frá flugvélum í yfirflugi sem einnig heyrðu boðin. Var þá þyrla Landhelgisgæslunnar sem var í æfingaflugi fengin til að koma til Reykjavíkur í eldsneytistöku auk þess var lögreglu, sem fer með yfirstjórn leitar og björgunar á landi,  gert viðvart.

Í samráði við lögreglu og björgunarsveitir var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunnar færi austur að Skeiðarárjökli með þrjá undanfara frá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitir á Suðausturlandi voru einnig kallaðar út. Þegar þetta er skrifað eða kl. 14:30 er þyrlan við það að fara á loft frá Reykjavík. Gert er ráð fyrir að flugið taki um klukkustund.