Þrír bátar staðnir af ólöglegum handfæraveiðum

  • _MG_5772

Undanfarinn misseri hefur Landhelgisgæslan þurft að hafa talsverð afskipti af bátum sem hafa verið á veiðum inn í skyndilokunum. Aðallega er um að ræða minni skipa og báta og þá sérstaklega strandveiðibáta. Í dag voru þrír bátar staðnir að ólöglegum handfæraveiðum í skyndilokunarhólfun í Húnaflóa og var þeim öll vísað til hafnar og í kjölfarið verða skipstjórar þeirra kærðir fyrir athæfið. Landhelgisgæslan vill brýna fyrir skipstjórum að kynna sér vel skyndilokanir og önnur lokuð svæði áður en haldið er til veiða.