Þyrla kölluð út vegna slyss skammt frá Sauðárkróki

  • GNA2

Fimmtudagur 5. júlí 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:54 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglu um þyrluáhöfn í viðbragðsstöðu vegna alvarlegs slyss á sveitabæ skammt frá Sauðárkróki. Beiðni um aðstoð þyrlunnar var staðfest kl. 16:01 og  fór TF-GNA í loftið kl. 16:18. Flogið var beint á flugvöllinn á Sauðárkróki þar sem lent var kl. 17:13. Farið var að nýju í loftið kl. 17:20 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:15.