TF-GNA fann konu sem leitað var að

  • GNA2

Þriðjudagur 10. júlí 2012 kl. 18:00

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 15 í dag að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli til aðstoðar við leit að erlendri ferðakonu sem var villt á hálendinu.  Hún var talin vera í námunda við Landmannalaugar .

Fór TF-GNA í loftið um kl. 15:15 og var í símsambandi við konuna. Fannst konan rétt fyrir kl. 18:00 um 1,5 mílur frá þeirri staðsetningu sem miðað var við í upphafi. Þar sem ekki var hægt að lenda á staðnum seig sigmaður eftir konunni og var hún hífð upp í þyrluna.