Tvö þyrluútköll í dag

  • Thyrla_stjornklefi

Laugardagur 14. júlí 2012

Tvisvar sinnum í dag var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til bráðflutnings. Fyrra útkallið barst um klukkan tvö eftir að tilkynnt var um alvarlega veikan mann í sundlauginni í Þjórsárdal. Beiðnin var síðan afturkölluð þegar læknir á staðnum úrskurðaði manninn látinn. Síðara útkallið barst kl. 17:05 eftir að erlendur ferðamaður fékk aðsvif við Jökulsárlón. Farið var í loftið kl. 17:25 og haldið beint í Freysnes þar sem sjúkrabíll kom á móti okkur þyrlunni. Var maðurinn fluttur um borð í þyrluna og haldið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 20:24.