Opnun umsókna um þátttöku í lokuðu útboði um smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna

Fimmtudagur 12. janúar 2005.

Í dag fór fram hjá Ríkiskaupum opnun á umsóknum um þátttöku í lokuðu útboði um smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna og dómsmálaráðuneytið.  Eftirtaldir sendu inn umsóknir:

1. Astilleros Armon  S,A. Spain
2. China Ship Building Trading Company, China
3. Bergen Yards AS, Norway
4. Navantia S.A., Spain
5. Simek A/S, Norway
6. Damen Shipyards  Goringchem, The Netherlands
7. Devenport Royal Dockyard Limited, United Kingdom
8. Gdansk Stocznia Remontowa im, Poland
9. Chantiers De' Atlantique (Alstom Naval), France
10. Thyssen Krupp Marine Systems (TKMS), Germany
11. Fincantieri Cantieri Navali, Italy
12. Peene-Werft GmbH, Germany
13. Karstensens Skibsværft A/S, Danmark
14. Asmar, Chile
15. Aker Brattvaag Skibsverft A.S., Norway

Stefnt er að því að umsækjendur fái útboðsgögn í febrúar og undirritaður samningur liggi fyrir í byrjun sumars.

Á heimasíðu Ríkiskaupa kemur fram að verkið felst í hönnun og smíði á nýju fjölnota varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Gert er ráð fyrir að helsta hlutverk skipsins verði m.a. löggæsla á hafi, fiskveiðieftirlit innan efnahagslögsögu Íslands, leit og björgun á hafi og flutningur björgunarsveita við leit og björgun. Þá kemur fram í auglýsingu að hlutverk skipsins verði líka að þjóna sem stjórnstöð á hamfarasvæðum við Ísland sem og við leit og björgun. Skal skipið vera útbúið til að geta fengist við mengunarslys á hafi og geta gefið þyrlum á flugi eldsneyti. Miðað er við að skipið geti dregið allt að 150 þúsund tonna skip.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.