Starfsmenn LHG í endurmenntun hjá Slysavarnarskóla sjómanna

  • Saebjorg

Fimmtudagur 22. nóvember 2012

Endurmenntunarnámskeið Slysavarnarskóla sjómanna var nýverið haldið um borð í Sæbjörgu fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Nauðsynlegt er fyrir starfsmenn varðskipanna að sækja slíkt námskeið í öryggisfræðslu á fimm ára fresti til að viðhalda þekkingu sinni og er ekki hægt að lögskrá skipverja í skipsrúm nema að loknu slíku námskeiði.

Á námskeiðinu var m.a. farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á lögum og reglugerðum sem viðkoma öryggismálum sjómanna, farið var yfir helstu öryggismál og notkun öryggisbúnaðar um borð, farið í reykköfun og verklegar sjóæfingar í notkun björgunarbúninga og björgunarbáta. Einnig var sett upp verkleg æfing sem líktist raunverulegum neyðaraðstæðum þar sem „áhöfnin“ brást við ýmsum aðstæðum sem settar voru á svið og kröfðust haldgóðrar þekkingar í öryggismálum til sjávar.

DSC_9467
Hópurinn í eftirspjalli eftir æfinguna um borð í Leifi óheppna.

DSCN1945

Hópurinn að setja saman Neyðaráætlun

DSCN1947
Hópurinn í vélarrúminu

DSCN1948
Uppi í brú á Leifi óheppna.