Gæslu- og eftirlitsflug um svæðið frá Faxaflóa að Hrútafirði

  • TF-LIF_8625_1200

Fimmtudagur 6. desember 2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í gæslu- og eftirlitsflug um m.a. Faxaflóa, Hvammsfjörð, Hrútafjörð, Hornstrandir, Straumnes, Bjargtanga og Breiðafjörð. Flogið var um svæðið þar sem varð vart við borgarís í síðastliðinni viku og var hann nú ekki sjáanlegur. Einnig var flogið að Straumnesi þar sem skoðað var flakið af Jónínu Brynju sem strandaði sunnudaginn 25. nóvember sl. Virðist flakið vera að molna niður og mikið rusl er í fjörunni. Sjá meðf. myndir. Í fluginu sáust 31 skip að veiðum og bar þeim öllum saman við fjareftirlit Landhelgisgæslunnar.

JoninaBrynja05122012-(1)

JoninaBrynja05122012-(2)