Ráðstefna um stöðu og framtíðarþróun samgangna á norðurslóðum

  • Thor_aefingbatur

Föstudagur 7. desember 2012

Landhelgisgæslan tók í vikunni þátt í ráðstefnu um stöðu og framtíðarþróun samgangna á norðurslóðum sem haldin var í Reykjavík. Ráðstefnan var liður í úttekt á flug- og siglingasamgöngum norðurslóða sem unnin er af vinnuhóp Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun. Um sjötíu sérfræðingar Norðurskautsríkjanna tóku þátt í ráðstefnunni og var hún vel sótt af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar enda hefur niðurstaða úttektarinnar mikla þýðingu fyrir áætlanagerð og skipulag Landhelgisgæslunnar vegna viðbragðsáætlana og framtíðarverkefna innan leitar- og björgunarsvæðisins. Þátttakendur ráðstefnunnar taka þátt í að þróa gagnagrunn sem m.a. hefur að geyma upplýsingar um hafnir, samgöngur, leitar- og björgunarmál á norðurslóðum. Ráðstefnugestum var m.a. boðið um borð í varðskipið Þór þar sem þeir fengu kynningu á skipinu og fjölbreyttum notkunarmöguleikum þess.

Thor_ahofn2_aefing_11092012---Copy
Snorre Greil stýrimaður og Jóhann E. Ferdinandsson um borð í v/s Þór í æfingunni við Grænland

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni flutti fyrirlestur á ráðstefnunni sem m.a. fjallaði um leitar- og björgunaræfinguna SAREX Greenland Sea 2012 sem var haldin í haust við austurströnd Grænlands. Í æfingunni voru þjálfuð sameiginleg viðbrögð þjóða Norður Heimskautsráðsins þegar skemmtiferðaskip lendir í áföllum  á afskekktri austurströnd Grænlands. Takmark æfingarinnar var að þjálfa raunveruleg leitar- og björgunarviðbrögð á svæði sem fjarri er öllum björgunareiningum.  Herstjórnin á Grænlandi „Island Commander Greenland“  var skipuleggjandi og ábyrgaraðili æfingarinnar en í henni tóku þátt fjölmargar björgunareiningar og aðilar norðurskautsríkjanna.Helstu áskoranir á svæðinu eru m.a. hafís, ónógar sjómælingar og takmörkuð fjarskipti vegna hárra fjalla og hárrar breiddar.

Þátt_MG_6949aka Íslands samanstóð af varðskipinu Þór, gæsluflugvélinni TF-SIF, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, Almannavörnum og Keflavíkurflugvelli. Kynningin gaf nákvæmari mynd af æfingunni og varpaði ljósi á umhverfi hennar, tilgang og árangur.

Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Þar segir m.a.: Bandaríkjamenn eru í forsvari fyrir verkefnið, Ísland er samstarfsaðili og Kanada veiti því stuðning en sérfræðingar frá öllum norðurskautsríkjunum taka þátt í vinnu þess. Afrakstur ráðstefnunnar og þau gögn sem ríkin afla um eigin samgöngukerfi verða lögð til grundvallar í skjali til samþykktar á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fer í Kiruna í Svíþjóð í maí 2013. Í framhaldi er ráðgert að vinna frekari tillögur að því hvernig þróa á samgönguinnviði á norðurslóðum.