Vinna við Þór á áætlun

  • IMG_0185

Fimmtudagur 24. janúar 2013

Varðskipið Þór er nú í þurrkví hjá Slippnum á Akureyri og er vika síðan vinna við skipið hófst.  Megin tilgangur með slipptökunni er að botnhreinsa skipið, yfirfara skrokk skipsins og búnað eins og skrúfur, stýri og annað á botni skipsins en slipptakan er hluti af smíða- og ábyrgðarferli vegna skipasmíðinnar.  Jafnframt er botninn hreinsaður af sjávargróðri og málaður ásamt því að síður skipsins eru málaðar skv. áætlun.  Næsta slipptaka vegna hreinsunar, málunar og fleira er síðan fyrirhuguð eftir 3 ár.  Unnið er einnig að ýmsum lagfæringum, t.d. gólfefni lagfært á nokkrum stöðum í skipinu, en þær falla að mestu undir ábyrgðir vegna smíði skipsins.  Kostnaður vegna lagfæringa sem falla undir ábyrgð fellur því ekki á Landhelgisgæsluna.

Vinnan við skipið hefur gengið samkvæmt áætlun m.a. þar sem mjög vel hefur viðrað til málunar þótt í miðjum janúar sé.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru mjög ánægðir með samvinnu við starfsfólk Slippsins og fagmennsku þess.  Áætlað er að verkinu ljúki í byrjun febrúar.

Hér er umfjöllun sem sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri gerði um varðskipið

Thor_Akureyri3
Hæð varðskipsins er um 36 metrar eða eins og hálf Hallgrímskirkja.

Thor_Akureyri9
Þór blasir við þegar komið er inn á hafnarsvæðið

Thor_Akureyri4
Gunnar Hörður Sæmundsson, nýr skipatæknistjóri LHG, Ingvar Kristjánsson, fráfarandi skipatæknistjóri, Sólmundur Már Jónsson, rekstrar- og fjármálastjóri, Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri, Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG.

Thor_Akureyri7
Vel gengur að mála síður Þórs

Thor_Akureyri8

Thor_Akureyri6
Unnið að lagfæringum á gólfefni

Thor_Akureyri5
Maðurinn er smár við hlið þessa stóra og glæsilega skips