Jólaball Landhelgisgæslunnar

Mánudagur 12. desember 2005.

Um helgina var haldið árlegt jólaball Landhelgisgæslunnar.  Þar mættu starfsmenn ásamt börnum sínum og skemmtu sér konunglega. Það var fyrir tilviljun að jólaballið var haldið á afmælisdegi flugdeildar Landhelgisgæslunnar en það var einmitt 10. desember 1955 sem Landhelgisgæslan fékk sína fyrstu flugvél en það var Katalínaflugbátur sem bar einkennisstafina TF-RAN og var af gerðinni Consolidated PBY-6A.

Ballið hófst með söng og spili Þuríðar Sigurðardóttur og hljómsveitar hennar og var dansað í kringum jólatréð.  Eftir nokkra stund heyrðist mikill hávaði úr háloftunum og þar komu tveir jólasveinar ásamt Birtu og Bárði úr Stundinni okkar fljúgandi með þyrlu. Annar jólasveinninn var mjög flinkur og flaug þyrlunni.

Það voru flugvirkjarnir Reynir G. Brynjarsson og Sverrir Erlingsson sem skipulögðu hátíðahöldin með miklum sóma og vilja þeir koma á framfæri þökkum til Þyrluþjónustunnar ehf. og flugstjórans Sigurðar Ásgeirssonar sem var mjög jólalegur þennan dag.

Talið er að yfir 300 manns hafi mætt á jólaballið og er það besta mæting hingað til. 

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingafulltrúi


Þuríður Sigurðardóttir söngkona og hljómsveit hennar sungu og léku jólalögin.


Birta og Bárður komu ásamt jólasveinunum með þyrlu. 


Og við sungum jólalögin með jólasveininum.


Dansað í kringum jólatréð.


Rosa fyndinn jólasveinn.


Birta og Bárður fóru á kostum eins og venjulega.


Gaman að horfa á Birtu og Bárð og jólasveinana.


Jólahundarnir Tinni og Fróði mættu í sparifötunum og vöktu mikla lukku hjá ungu kynslóðinni.


Kurteisir krakkar búnir að raða sér upp til að fá fund hjá konunglega hundinum Tinna (aðstoðarmanni framkvæmdastjóra rekstrarsviðs).


Þessi jólasveinn flaug þyrlunni og kom með fullt af nammi.


Sveinki hitti voða sæta stelpu.


Jólasveinarnir kvaddir í dyrum flugskýlisins.


Bless jólasveinar!


Bless krakkar og sjáumst á næsta ári.