Þyrla LHG sótti slasaðan skipverja af loðnuskipi

  • 2013-02-19-1049

Þriðjudagur 19. febrúar 2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni um aðstoð frá skipstjóra á íslensku loðnuskipi eftir að skipverji slasaðist um borð þar sem skipið var staðsett á Meðallandsbugt. Gefið var samband við þyrlulækni sem taldi að hinn slasaði þyrfti að komast á sjúkrahús. Þyrla LHG var á þessum tíma í eftirlitsflugi og var henni strax snúið í verkefnið. Einnig var varðskipið Þór, sem var á svæðinu, upplýst.

TF-LÍF kom að skipinu upp úr klukkan tvö og var sjúklingur hífður um borð í þyrluna. Flogið var frá skipinu kl. 14:25 og beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent kl. 15:20.

Myndir þyrluáhöfn LHG

2013-02-19-1054

2013-02-19-1052

2013-02-19-1049

2013-02-19-1055