Afkastageta flugvélar LHG mikilvæg á íslenska hafsvæðinu

  • 21022013_Radar

Fimmtudagur 21. febrúar 2013

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í um 4 klst. eftirlitsflug í gærkvöldi þar sem floginn var hringur umhverfis landið og haft eftirlit með íslenska hafsvæðinu. Meðfylgjandi radarmynd var tekin í fluginu en hún sýnir skipaumferð og hafísbrún sem er u.þ.b. 100 sjómílur NNV af Kögri. Eins og sést á myndinni er afkastageta eftirlitsflugs TF-SIF afar mikil og mikilvægt fyrir Íslendinga að hafa tækni sem þessa til umráða á því víðfeðma hafsvæði sem við höfum yfir að ráða.

21022013_Radar

21022013_flugleid