Fréttir
  • Sjomskolinn

Landhelgisgæslan tekur þátt í Skrúfudegi Tækniskólans

7.3.2013

Fimmtudagur 7. mars 2013

Landhelgisgæslan tekur nk. laugardag frá kl 13:00 til 16:00 þátt í hinum árlega Skrúfudegi Tækniskólans sem er í umsjón skólafélags Vélskóla Íslands og nemendafélags Stýrimannaskólans í Reykjavík. Skrúfudagurinn fer fram í Sjómannaskólanum við Háteigsveg og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, kynningar og fleira. Karlakór Sjómannaskólans syngur og á staðnum verða kaffiveitingar að hætti Fonsa. Nánar um Skrúfudaginn á heimasíðu skólans.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica