Þyrla LHG aðstoðar við að slökkva sinubruna

  • 16062012_LHG_slokkvistorf

Mánudagur 25. mars 2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:08 beiðni frá slökkviliðinu í Borgarbyggð um aðstoð þyrlu LHG vegna sinubruna við bæinn Gröf í Lundarreykjadal. TF-LIF var komin á staðinn kl. 18:10 og logaði þá talsverður eldur á svæðinu. Lent var á staðnum, rætt við slökkviliðsmenn og slökkviskjóðan fest undir þyrluna. Illa gekk til að byrja með að finna vatn til að nota við slökkvistarfið þar sem Grímsá og Skorradalsvatn reyndust bæði vera frosin. Að lokum fannst vök í Grímsá sem hægt var að nota og gekk það að sögn þyrluáhafnar vel.

Alls voru farnar 22 ferðir til að sækja vatn í slökkviskjóðuna og sást fljótt árangur. Eftir að slökkvistörfum lauk kl. 20:20 var lent á staðnum og staðan tekin með slökkviliðsmönnum. Var síðan haldið á Reykjavíkurflugvöll þar sem var lent kl. 20:43

Lundarreykjadalur_sinubruni2

Lundarreykjadalur_sinubruni

Lundarreykjadalur_sinubruni3