Annir í stjórnstöð LHG

  • _MG_0659

Laugardagur 30. mars 2013

Talsverðar annir hafa verið hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðastliðna sólarhringa. M.a. var í gær óskað eftir aðstoð vegna vélarvana smábáts sem var staðsettur skammt útaf Gróttu. Slysavarnarfélagið Landsbjörg sendi björgunarbátinn Þórð Kristjánsson til aðstoðar og dró hann bátinn til hafnar. Skömmu síðar var farið að óttast um annan bát með einum manni um borð á leið út af Vatnsleysu. Björgunarbátur SL -  Fiskaklettur var kallaður út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fiskaklettur fann bátinn, með tveimur mönnum heilum á húfi og dró hann bátinn til hafnar. Þyrlan var klár í flugtak þegar báturinn fannst.