Landhelgisgæslan æfir með Herjólfi

  • Thor_Herjolfur1

Mánudagur 8. apríl 2013

Síðastliðinn laugardag fóru fram æfingar varðskips og þyrlu Landhelgisgæslunnar með farþegaskipinu Herjólfi. Æfingar sem þessar eru liður í viðbragðsáætlunum og skiptust þær í tvo þætti. Fyrri æfingin haldin um daginn þar sem Herjólfur var tekinn í tog af varðskipinu og fékk áhöfnin þjálfun í verklagi sem því fylgir. Um kvöldið kom svo þyrla LHG á vettvang og seig stýrimaður/sigmaður þyrlunnar um borð í Herjólf og leiðbeindi hann áhöfninni við móttöku á þyrlu og undirbúningi fyrir þyrluhífingu.

Gengu æfingarnar mjög vel en samkvæmt lögum er skylt að halda æfingar sem þessar og er eitt af hlutverkum Landhelgisgæslunnar er að hafa eftirlit með þessum málaflokki.

Myndirnar eru teknar af áhöfn v/s Þór nema myndin af Þór hún er fengin frá almannavarnadeild RLS.

Thor_Herjolfur2

P1010733
Skipherra og yfirstýrimaður við stjórntök,

P1010744
Dráttarbúnaðurinn tilbúinn,

P1010749
Línu skotið yfir í HERJÓLF,

P1010750
Verið að draga tildráttartaugina yfir í HERJÓLF og

P1010752
Herjólfur kominn í tog.

Thor_Herjolfur1

Thor_Isogthys

Thor_klartidratt

Thor_Herjolfur_ahofn
Mynd Hákon Örn Halldórsson, vélstjóri

Thor_Herjolfur